
Um sjónvarp
Í tækinu er innbyggður sjónvarpsmóttakari sem
gerir kleift að ná stafrænni sjónvarpsdagskrá.
Sjónvarpið veitir aðgang að sjónvarps- og
útvarpsþjónustu (sérþjónustu) þar sem hægt er að
sjá og hlusta á stafræna dagskrá.
Ef þú hefur ekki aðgang að sjónvarpsþjónustunni er
ekki víst að símafyrirtækið á viðkomandi svæði
styðji hana.
Ef til vill þarftu að vera áskrifandi að þjónustunni.
Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá
upplýsingar um sjónvarpsþjónustusvæðið,
leiðbeiningar um aðgengi að því og hvað það
kostar.
Í sumum löndum þurfa eigendur
sjónvarpsmóttökutækis að greiða sjónvarpsgjald.
Frekari upplýsingar fást hjá yfirvöldum á staðnum.
Ekki er hægt að horfa á sjónvarpið án SIM-korts eða
ef ótengda sniðið er virkt.
Ef breyta þarf tækinu eða SIM-kortinu skaltu hafa
samband við þjónustuveituna. Þú kannt að þurfa að
gerast aftur áskrifandi að þjónustunni.
Stöðin sem útvegar sjónvarpsefnið eða
þjónustuveitan geta takmarkað notkun á ytri
tækjum um Bluetooth þegar verið er að nota
46
Sjó
nva
rp
og hreyfim
yndir

sjónvarpið; móttaka á hljóði kann að verða stöðvuð
ef notað er höfuðtól með Bluetooth-tengingu.
Ef þú svarar í símann á meðan þú ert að horfa á
sjónvarpið stöðvast móttaka á hljóði en hún hefst á
ný að símtalinu loknu.