Minniskorti komið fyrir
Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.
Hugsanlega hefur minniskorti þegar verið komið
fyrir í tækinu. Ef ekki skaltu gera eftirfarandi:
1.
Settu fingurinn í skotið hjá lokinu fyrir
minniskortsraufinni og lyftu því upp. Dragðu
síðan lokið til vinstri til að hjörin komi í ljós og
sveiflaðu því til hliðar.
2.
Settu samhæft
minniskort í
raufina. Gættu
þess að
snertiflötur
kortsins snúi
upp og að
raufinni.
3.
Ýttu kortinu
inn. Smellur
heyrist þegar
kortið fellur á
sinn stað.
4.
Ýttu hjörinni
aftur inn og
settu lokið
fyrir. Gættu þess að lokinu sé örugglega komið
rétt fyrir.