![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia N96/is/Nokia N96_is032.png)
Skjáir N-Gage
N-Gage forritið samanstendur af fimm mismunandi
hlutum.
Heim opnast þegar þú ræsir N-Gage forritið. Þú
getur byrjað að spila eða haldið áfram leiknum sem
þú spilaðir síðast, athugað N-Gage stigin þín, fundið
fleiri leiki, lesið skilaboð eða tengst við N-Gage vin
sem getur spilað.
Í Leikirnir mínir geturðu spilað og haldið utan
um leiki sem þú hefur hlaðið niður í tækið þitt. Hægt
er að setja upp og eyða leikjum, skoða og gefa
leikjum, sem þú hefur spilað, einkunn og benda N-
Gage vinum þínum á þá.
Í Mitt snið geturðu unnið með upplýsingarnar
þínar um sniðið þitt og haldið utan um N-Gage
leikjasöguna þína.
Í Vinir mínir geturðu boðið öðrum N-Gage
leikmönnum á vinalistann þinn og séð hvort þeir
séu á netinu og geta spilað. Þú getur einnig sent
skilaboð til N-Gage vinanna þinna.
Í sýningarsalnum geturðu fundið upplýsingar
um N-Gage leiki, þ.m.t. skjámyndir og einkunnagjöf
leikmanna. Þú getur einnig prófað nýja leiki með því
að hlaða niður prufuútgáfum af leikjum eða aukið
ánægjuna af því að spila með aukaefni leiks fyrir
leiki sem eru þegar í tækinu.