Spila og halda utan um leiki
Til að spila og halda utan um leikina sem hlaðið
hefur verið niður og eru uppsettir á tækinu skaltu
33
Tæ
ki
ð
velja
My Games
. Leikjunum er raðað eftir þeim degi
sem síðast var spilað þar sem sá nýjasti er fyrstur.
Í Leikirnir mínir er að finna fimm gerðir af leikjum:
●
Heilir leikir — Þetta eru leikir sem þú hefur keypt
með fullu leyfi. Það gætu verið margar gerðir
leyfa í boði en það fer eftir leiknum og svæðinu
þínu.
●
Leikir til prufu — Þetta eru heilar leikjaskrár sem
þú hefur aðgang að í aðeins takmarkaðan tíma
eða sem innihalda takmarkað efni. Þegar
prufutíminn rennur út verðurðu að kaupa leyfi til
að opna fyrir allan leikinn og halda áfram. Þessir
leikir eru merktir með prufuborða.
●
Leikir í sýnisútgáfu — Þetta eru minni hlutar
leiksins með aðeins takmarkaða eiginleika og
leikstig. Þessir leikir eru merktir með borða fyrir
sýnisútgáfur.
●
Alveg útrunnir — Þetta eru leikir sem þú hefur
keypt með takmörkuðu leyfi sem núna er
útrunnið. Þessir leikir eru merktir með klukku og
ör.
●
Ekki til staðar — Þetta eru heilir leikir sem þú
hefur fjarlægt eða sem þú hefur hlaðið niður en
uppsetningunni á þeim var ekki lokið. Þessir
leikir birtast sem ekki til staðar í leikjalistanum.
Einnig eru leikir sem settir eru upp á minniskortið
sýndir sem ekki til staðar þegar minniskortið
hefur verið fjarlægt.
Ef aukaefni leiks hefur verið hlaðið niður en það
hefur ekki verið sett upp að fullu er grafík leiksins
heldur ekki til staðar og ekki verður hægt að spila
leikinn fyrr en aukaefni leiksins hefur verið sett upp.