![background image](https://i.helpdoc.net/Nokia N96/is/Nokia N96_is061.png)
Hlustað á útvarpið
FM-útvarpið þarf annað loftnet en það sem er í
þráðlausa tækinu. Samhæft höfuðtól eða
aukahlutur þarf að vera tengdur tækinu ef FM-
útvarpið á að virka rétt.
Styddu á
og veldu
Tónlist
>
Útvarp
>
FM-
útvarp
.
Móttökugæði útvarpsins fara eftir sendistyrk
útvarpsstöðvarinnar á svæðinu.
Hægt er að svara hringingu meðan hlustað er á
útvarpið. Hljóðið er tekið af útvarpinu á meðan
símtal fer fram.
Til að hefja stöðvarleit skaltu velja
eða
.
Tíðninni er breytt handvirkt með því að velja
Valkostir
>
Handvirk leit
.
Hafir þú vistað útvarpsstöðvar í tækinu skaltu velja
eða til að opna næstu stöð eða stöðina sem
vistuð var síðast.
Notaðu hljóðstyrkstakkana til að stilla
hljóðstyrkinn.
Viðvörun: Hlusta skal á tónlist með
hæfilegum hljóðstyrk. Stöðug áraun af háum
hljóðstyrk getur skaðað heyrn. Ekki skal halda
tækinu nálægt eyranu þegar hátalarinn er notaður
því hljóðstyrkur getur verið mjög mikill.
Hlustað er á útvarpið í hátalaranum með því að velja
Valkostir
>
Virkja hátalara
.
Til að skoða þær útvarpsstöðvar sem hægt er að
velja á tilteknum stað skaltu velja
Valkostir
>
Stöðvaskrá
(sérþjónusta).
Til að vista þá stöð sem valin er á
útvarpsstöðvalistanum skaltu velja
Valkostir
>
Vista stöð
.
Til að opna listann með vistuðuðu stöðvunum
þínum skaltu velja
Valkostir
>
Stöðvar
.
Til að fara í biðstöðu og hafa áfram kveikt á
útvarpinu í bakgrunni skaltu velja
Valkostir
>
Spila í bakgrunni
.