
Flutningur með Windows Media Player
Samstilling tónlistar getur verið mismunandi eftir
því hvaða útgáfa af Windows Media Player er notuð.
Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi
handbókum og hjálparforritum sem fylgja
Windows Media Player. Eftirfarandi upplýsingar
gilda um Windows Media Player 11.
55
Tónli
starmappa

Handvirk samstilling
Með handvirkri samstillingu er hægt að velja lög og
spilunarlista sem á að flytja, afrita eða eyða.
1.
Þegar búið er að tengja tækið við Windows
Media Player skaltu velja tækið í
upplýsingastikunni til hægri, ef fleiri en eitt tæki
eru tengd.
Ef samhæft minniskort er í tækinu sýnir
Windows Media Player gagnageymsluna og
minniskortið sem aðskilin tæki.
2.
Í vinstri upplýsingastikunni geturðu flett í
gegnum þær tónlistarskrár í tölvunni sem þú vilt
samstilla.
3.
Dragðu og slepptu lögum í Sync List hægra
megin.
Upplýsingar um laust minni í tækinu eru fyrir
ofan samstillingarlistann .
4.
Til að eyða lögum eða plötum skaltu velja hlut á
Sync List , hægrismella og velja Remove from
list .
5.
Samstillingin er ræst með því að smella á Start
Sync .
Sjálfvirk samstilling
1.
Til að ræsa sjálfvirka samstillingu í Windows
Media Player smellirðu á flipann Sync , velur
Nokia Handset > Set Up Sync... og hakar í
reitinn Sync this device automatically .
2.
Veldu spilunarlistana sem á að samstilla
sjálfvirkt í rúðunni Available playlists og
smelltu á Bæta við .
Þeir hlutir sem voru valdir eru fluttir í rúðuna
Playlists to sync .
3.
Smelltu á Ljúka til að klára uppsetningu á
sjálfvirkri samstillingu.
Ef reiturinn Sync this device automatically er
valinn og tækið er tengt við tölvu uppfærist
tónlistarsafnið sjálfvirkt með þeim spilunarlistum
sem valdir voru í Windows Media Player. Ef enginn
spilunarlisti hefur verið valinn er allt tónlistasafn
tölvunnar valið til samstillingar. Ef það er of lítið
minni í tækinu velur Windows Media Player
sjálfkrafa handvirka samstillingu.
Til að stöðva sjálfvirka samstillingu smellirðu á
flipann Sync og velur Stop Sync to 'Nokia
Handset' .