
Heyrnartæki
Tiltekin stafræn þráðlaus tæki geta truflað sum
heyrnartæki. Ef truflun verður skal leita til
þjónustuaðila.
Heyrnartæki
Viðvörun: Nauðsynlegt er að slökkva á
Bluetooth til að hægt sé að nota heyrnartæki með
tækinu.
Gerð farsímatækisins er í samræmi við reglur
alríkisnefndarinnar um fjarskipti varðandi
samhæfni við heyrnartæki. Samkvæmt þessum
reglum er M3 hljóðnemi eða hærri nauðsynlegur. M-
gildið, sem sýnt er á tækinu, vísar til lægri styrks
útvarpsbylgna. Hærra M-gildi gefur yfirleitt til kynna
að mörk útvarpsbylgna tækisins séu lægri, sem
getur aukið líkurnar á því að tækið vinni vel með
vissum heyrnartækjum. Sum heyrnartæki verða
síður fyrir áhrifum af truflunum en önnur.
Vinsamlega hafið samband við heyrnarsérfræðing
til að ákvarða M-einkunn heyrnartækisins og það
hvort heyrnartækið þitt vinni með þessu tæki.
Nánari upplýsingar um þetta er að finna á
www.nokiaaccessibility.com.